Vefþjóðviljinn 140. tbl. 20. árg.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lýst því yfir að alþingi hafi brugðist í málefnum ferðaþjónustunnar. „Mér finnst Alþingi vera sofandi í málinu“ sagði borgarstjórinn í Ríkisútvarpinu.
Og að hvaða leyti skyldi alþingi hafa brugðist og sofið að mati borgarstjórans?
Jú Reykjavík hefur ekki fengið að leggja nýjan skatt á ferðaþjónustuna; fyrirtækin, starfsmenn þeirra og viðskiptavini.
Þá væri nú alþingi aldeilis vakandi og öll mál í ferðaþjónustu farsællega leyst.