Miðvikudagur 18. maí 2016

Vefþjóðviljinn 139. tbl. 20. árg.

Margir sérfræðingar telja aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka góða hugmynd en ekki nægilega góða viðskiptahugmynd til að láta á hana reyna.
Margir sérfræðingar telja aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka góða hugmynd en ekki nægilega góða viðskiptahugmynd til að láta á hana reyna.

Þau eru ómæld tækifærin á íslenskum bankamarkaði. Ef marka má sveit sérfræðinga er mikil eftirspurn eftir viðskiptabanka sem ekki stundar fjárfestingar. Svo mikil er þessi eftirspurn að jafnvel eru uppi hugmyndir um að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingar til að mæta brýnustu þörfum landsmanna fyrir slíka þjónustu. Fjöldi manna geymir sparifé sitt undir koddanum þar til viðskiptabanki, laus fyrir fjárfestingastarfsemi, hleypir fyrstu viðskiptavinunum inn.

Það er athyglisvert að enginn þessara manna sem telja sig vita svo margt um bankarekstur að þeir vilji aðskilja hluta hennar skuli ekki grípa gæsina á meðan hún gefst og einmitt stofna slíkan viðskiptabanka án fjárfestingastarfsemi.