Vefþjóðviljinn 138. tbl. 20. árg.
Það er nóg af bölsýnismönnum. Hér á landi kyrja til dæmis saman Jónas Kristjánsson, Gunnar Smári Egilsson, Illugi Jökulsson, Þorvaldur Gylfason og fleiri að Íslands sé versta land sem byggt hefur verið. Fúkyrðaflaumurinn er ofboðslegur, ekki aðeins um stjórnmálamennina heldur ekki síður um fólkið sem er svo galið og spillt að kjósa þá.
Svona menn sem týna sjálfum sér í eigin svartagallsrausi eru auðvitað til í öllum löndum og eru víðast mjög áberandi í fjölmiðlum því eins og John Stuart Mill benti á:
I have observed that not the man who hopes when other despair, but the men who despairs when others hope, is admired by a large class of persons as a sage.
En svo líta menn á mynd eins og þá sem fylgir hér að ofan. Þar má sjá þróun sem er algerlega ótrúleg. Árið 1900 máttu nýfæddir helst vænta þess að falla frá innan árs. Rúmri öld síðar, árið 2010, geta nýfæddir hins vegar helst vænst þess að verða 90 ára.