Fimmtudagur 28. apríl 2016

Vefþjóðviljinn 119. tbl. 20. árg.

Stjórnarandstaðan heldur áfram að krefjast kosninga undir liðnum „fundarstjórn forseta“ þótt það dragi augljóslega mjög úr líkum á því að kosningum verði flýtt ef þingstörfin eru í uppnámi. Gæti verið að í raun hafi margir þingmenn stjórnarandstöðunnar lítinn áhuga á kosningum? Hegðun þeirra í þingsal bendir til að þeir tali sér þvert um geð þegar þeir krefjast kosninga strax.

Við kröfugerðina um kosningar strax talar stjórnarandstaðan jafnan fyrir hönd þjóðarinnar, líkt og hún hafi skriflegt umboð frá hverjum kjósanda í landinu.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðismanna fór ágætlega yfir það á þingi í dag að það er ekki alveg sjálfsagt að menn tali fyrir hönd allra kjósenda allra flokka.