Miðvikudagur 16. mars 2016

Vefþjóðviljinn 76. tbl. 20. árg.

Til hvers í ósköpunum rekur íslenska ríkið seðlabanka?

Í bankanum starfa yfir 100, efalaust ágætar, manneskjur sem gætu verið að gera eitthvað gagnlegt úti í þjóðfélaginu í stað þess að róta í málum sem engin þörf er á að ríkið sinni.

Enginn skortur er á gjald- og greiðslumiðlum í veröldinni og engin ástæða fyrir íslenska ríkið að keppa við aðra gjaldmiðla og greiðslukort. Þær tilraunir hafa bara leitt til þess að frelsi Íslendinga í þeim efnum er takmarkað.

En þarf ekki lánveitanda til þrautarvara?

Nei, hvorki seðlabanki Íslands né seðlabankar annarra ríkja reynst standa undir þeirri nafnbót þegar á hólminn er komið. Eins og dæmin sanna er farið beint í vasa skattgreiðenda eftir fjármunum þegar bankar lenda í vandræðum.

Fjármagnseigendur geta bara séð um það sjálfir að tryggja sig treysti þeir ekki bankanum sínum.