Þriðjudagur 15. mars 2016

Vefþjóðviljinn 75. tbl. 20. árg.

Á mynd á vef félagsmálaráðuneytisins má sjá hvað er gaman að vera góður á kostnað annarra.
Á mynd á vef félagsmálaráðuneytisins má sjá hvað er gaman að vera góður á kostnað annarra.

Hver verður tillaga starfshóps með átta opinberum starfsmönnum og aðilum vinnumarkaðarins sem leitar sé ráðgjafar hjá nokkrum öðrum opinberum starfsmönnum?

Jú sendum skattgreiðendum árlegan reikning upp á nokkra milljarða króna svo sjáist hve „metnaðarfullar“ tillögur hópsins eru.

Þetta var fyrirsjáanleg niðurstaða „starfshóps“ félagsmálaráðherra um fæðingarorlof. Fjögur þúsund milljónir skulu renna til viðbótar úr ríkissjóði og þar með úr vösum skattgreiðenda.

Og skattgreiðendur eru látnir greiða fyrir þessa atlögu að sér.