Vefþjóðviljinn 40. tbl. 20. árg.
Í gærkvöld sagði fréttastofa Ríkisútvarpsins frá því sem einni af helstu fréttum veraldar að Kári Stefánsson hefði farið í klippingu. Upp var spunninin sú saga að hann hefði lofað að skerða ekki hár sitt og skegg fyrr en 60 þúsund einstaklingar hefðu skrifað upp á kröfu Kára um aukin útgjöld ríkisins til heilbrigðismála. Ekki 50 þúsund, ekki 75 þúsund og ekki 100 þúsund eins og Kári hafði heitið að safna.
Söfnunin sjálf hefur fengið sitt rými í fréttum og viðtalsþáttum.
Dagana eftir að söfnunin hófst sagði Ríkissjónvarpið svo almennar fréttir af ástandi mála í þjóðfélaginu.
Enginn efast um að hér eru stakar fréttir sem eiga fullt erindi við áhorfendur. En var það tilviljun að allar þessar fréttir af vandræðum í heilbrigðismálum birtust dagana eftir að undirskriftarsöfnuninni var hleypt af stokkunum?