Laugardagur 6. febrúar 2016

Vefþjóðviljinn 37. tbl. 20. árg.

Frá því ESB flokkarnir tveir fengu sína eigin sjónvarpsstöð í ársbyrjun 2015 hafa þeir tapað miklu fylgi samkvæmt könnunum Gallups.
Frá því ESB flokkarnir tveir fengu sína eigin sjónvarpsstöð í ársbyrjun 2015 hafa þeir tapað miklu fylgi samkvæmt könnunum Gallups.

Þótt einstaklingum og fyrirtækjum sé nánast bannað að styðja stjórnmálaflokka beint með fjárframlögum getur hins vegar hver sem sett tugi milljóna í sjónvarpsstöð sem styður ákveðna flokka, hossar þingmönnum þeirra og helstu málum.

Fyrir rúmu ári, í ársbyrjun 2015, var hleypt af stokkunum sjónvarpsstöðinni Hringbraut undir stjórn hins góðkunna fjölmiðlamanns Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem sat á þingi fyrir Samfylkinguna á síðasta kjörtímabili. Helsta markmið stöðvarinnar er að koma Íslandi undir Evrópusambandið sem Samfylkingin og Björt framtíð hafa á stefnuskrám sínum.

Það er auðvitað sjálfsagður og vonandi stjórnarskrávarinn réttur hvers manns að verja tíma sínum og fjármunum að vild í hugmyndabaráttuna.

En það er bara ekki vísan að róa.