Vefþjóðviljinn 37. tbl. 20. árg.
Þótt einstaklingum og fyrirtækjum sé nánast bannað að styðja stjórnmálaflokka beint með fjárframlögum getur hins vegar hver sem sett tugi milljóna í sjónvarpsstöð sem styður ákveðna flokka, hossar þingmönnum þeirra og helstu málum.
Fyrir rúmu ári, í ársbyrjun 2015, var hleypt af stokkunum sjónvarpsstöðinni Hringbraut undir stjórn hins góðkunna fjölmiðlamanns Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem sat á þingi fyrir Samfylkinguna á síðasta kjörtímabili. Helsta markmið stöðvarinnar er að koma Íslandi undir Evrópusambandið sem Samfylkingin og Björt framtíð hafa á stefnuskrám sínum.
Það er auðvitað sjálfsagður og vonandi stjórnarskrávarinn réttur hvers manns að verja tíma sínum og fjármunum að vild í hugmyndabaráttuna.
En það er bara ekki vísan að róa.