Fimmtudagur 4. febrúar 2016

Vefþjóðviljinn 35. tbl. 20. árg.

Árni Matthíasson lýsti því í grein í Morgunblaðinu í gær hvernig ástandið var á meðan aðgengi að áfengi var enn takmarkaðra en nú.
Árni Matthíasson lýsti því í grein í Morgunblaðinu í gær hvernig ástandið var á meðan aðgengi að áfengi var enn takmarkaðra en nú.

Árni Matthíasson blaðamaður ritaði athyglisverða grein um áfengismál í Morgunblaðið í gær.

Þegar ég var lítill hélt ég að öll heimili væru fullkomin nema mitt, að hvergi væru drykkjulæti, rifrildi, slagsmál og sjálfsvígstilraunir nema heima hjá mér, og hélt því leyndu sem þar bar við.

Löngu síðar áttaði ég mig á því að fjölmargir skólafélagar mínir glímdu við sama vanda, það var víðar drukkið og rifist og slegist en heima hjá mér. Margt í fari þeirra skildi ég og betur þegar ég áttaði mig á því að ég var ekki einn í heiminum, enda er alkóhólismi þannig sjúkdómur að þegar einn slíkur sjúklingur er á heimilinu, eða tveir eins og mínu tilfelli, þá eru í raun allir veikir.

Á þeim tíma sem Árni lýsir var bjór bannaður, áfengisverslanir ríkisins fáar, afgreiðslutími mjög takmarkaður og viðskiptavinum ekki treyst til að sækja bokkurnar beint í hillurnar heldur þurfi að segja ríkisstarfsmanni hátt og snjallt að að óskað væri eftir einni af brennsa og tvær kláravín.