Vefþjóðviljinn 28. tbl. 19. árg.
Það er sagt að frumvarp um að afnema einokun ríkisins á smásölu áfengis sé ómerkilegt mál og sóun á dýrmætum tíma alþingis. „Eru nú ekki brýnni mál sem bíða?“
Þó eru það helst andstæðingar frumvarpsins sem tefja meðferð þess á þinginu, ræða efni þess í þaula og komu í veg fyrir að það kæmist til lokaafgreiðslu á þingi síðasta vetur. Ef VG, Samfylking og Píratar hefðu ekki stundað málþófið allt síðasta þing væri málið úr sögunni, á hvorn veginn sem það hefði farið.
Þótt málið hafi farið í gegnum eina umræðu á síðasta þingi tók frysta umræða á þessu þingi um 17 klukkustundir.
Hið sama má segja um umræðuna í fjölmiðlum. Þeir skrifa og blogga mest sem þykir málið ómerkilegast og vart hæft til umræðu.