Vefþjóðviljinn 16. tbl. 20. árg.
Upp er komið sérstakt mál í íslenskum stjórnmálum. Fjármálaráðherra vill selja hlut ríkssjóðs í banka en formaður efnahags- og viðskiptanefndar alþingi ekki. Fjármálaráðherra vill kaupa hlut í öðrum banka en formaður efnahags- og viðskiptanefndar ekki.
Báðir vilja þeir þannig að ríkissjóður leggi fjármuni skattgreiðenda í bankarekstur, bara sitt hvorn bankann.
Að vísu má segja sem er að fjármálaráðherra vilji nettó losa fé skattgreiðenda úr bankarekstri en formaður efnahags- og viðskiptanefndar ekki.
Hér eru tíðindi fyrir þessa ágætu menn: Bankar geta farið á hliðina. Það er engin trygging fyrir því að hlutafé í bönkum skili arði. Ef þið teljið fjárfestingu í banka góðan kost haldið þeirri hugmynd fyrir ykkur sjálfa en látið skattgreiðendur í friði.