Laugardagur 5. desember 2015

Vefþjóðviljinn 339. tbl. 19. árg.

Í ríki sem býr við jafn farsæla stjórnskipan og Ísland getur það meira en vel verið rökrétt niðurstaða að hrófla ekki við stjórnarskrá.
Í ríki sem býr við jafn farsæla stjórnskipan og Ísland getur það meira en vel verið rökrétt niðurstaða að hrófla ekki við stjórnarskrá.

Það er rangt að minnsta kosti að tvennu leyti að þeim stjórnarskrárnefndum sem starfað hafa hér á landi undanfarna áratugi hafi mistekist.

Annars vegar hafa verið gerðar fjölmargar breytingar á stjórnarskránni að tillögum þessara nefnda.

Hins vegar er alls ekki augljóst að stórkostlegar breytingar á stjórnarskrá séu eini mælikvarðinn á það hvort starf slíkra nefnda hafi skilað árangri.

Þegar farsæld lýðveldisins, stjórnarfar og hagur hins almenna manns, er borin saman við önnur ríki verður ekki séð í fljótu bragði að stórkostlegir gallar séu á stjórnskipan þess. Í stórum dráttum eru helstu mannréttindi virt enda eru þau þokkalega varin í stjórnarskránni. Kosningar og valdaskipti ganga jafnan snuðrulaust fyrir. Eina markverða undantekningin frá því er skrípaleikurinn sem nefndur var kosning til stjórnlagaþings en þar var einmitt reynt að fara í kringum stjórnarskrána.

Það kann því að vera eðlileg niðurstaða eftir starf stjórnarskrárnefnda að betur sé heima setið en af stað farið með miklar breytingar.

Það er ekki erindisleysa heldur eðlileg niðurstaða.