Laugardagur 28. nóvember 2015

Vefþjóðviljinn 335. tbl. 19. árg.

Ríkið lét hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu greiða 50 þúsund krónur í óþarft dreifikerfi fyrir sjónvarp. Nú vill það taka að sér að velja dreifikerfi orku fyrir bíla.
Ríkið lét hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu greiða 50 þúsund krónur í óþarft dreifikerfi fyrir sjónvarp. Nú vill það taka að sér að velja dreifikerfi orku fyrir bíla.

Nú virðast menn ekki deila um það lengur að Ríkisútvarpið kastaði um fjögur þúsund milljónum króna á glæ þegar það fjárfesti nýlega í nýju örbylgjudreifikerfi fyrir sjónvarp. Þetta gerði Ríkisútvarpið þrátt fyrir margítrekuð varnaðarorð frá Arnari Sigurðssyni og fleirum.

Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að í óðagoti yfir því að geta ekki sagt neitt gáfulegt á Parísarfundinum um loftslagsmál sem framundan er hafa íslenskir stjórnmálamenn verið að gefa því undir fótinn að ríkið setji upp dreifikerfi og hleðslustöðvar um landið fyrir rafbíla.

Sú spurning vaknar óneitanlega hvort íslenska ríkinu tækist betur upp við val á dreifikerfi fyrir orku á bíla en við dreifingu sjónvarpsrása?