Laugardagur 7. nóvember 2015

Vefþjóðviljinn  311. tbl. 19. árg.

Samfylkingin býr hjá tveimur bakhjörlum sínum, Alþýðuhúsum Reykjavíkur og Sigfúsarsjóði. Hvaðan komu fjármunir þessara skuggafélaga?
Samfylkingin býr hjá tveimur bakhjörlum sínum, Alþýðuhúsum Reykjavíkur og Sigfúsarsjóði. Hvaðan komu fjármunir þessara skuggafélaga?

Árið 2006 fékk Samfylkingin ýmsar höfðinglegar gjafir á sama tíma og þingmenn flokksins voru að leggja drög að og samþykkja lög um að banna einmitt slíkar gjafir. Meðal annars þessar:

FL GROUP hf………………………………………… 3.000.000

FL GROUP hf………………………………………… 5.000.000

Baugur Group hf……………………………………. 5.000.000

Dagsbrún……………………………………………. 5.000.000

Íslandsbanki hf……………………………………… 5.500.000

Exista hf……………………………………………… 3.500.000

Kaupþing hf…………………………………………. 11.500.000

Landsbanki Íslands hf……………………………….  8.500.000

Þarna eru yfir 20 milljónir króna frá fyrirtækjum sem voru ekki alls óskyld eins og þau fjögur fyrstnefndu.

Samt er Samfylkingin aldrei skrifuð SamFLkingin. Hún er aldrei spurð hvort hún ætli ekki að skila þessum góðu gjöfum. Og aldrei spyrja fjölmiðlar um leynilega bakhjarla hennar, Alþýðuhús Reykjavíkur eða Sigfúsarsjóð