Vefþjóðviljinn 285. tbl. 19. árg.
Nú er ríkisstjórn Spánar í vandræðum. Fjárlagafrumvarpi hennar hefur verið hafnað.
Þetta er hið versta mál fyrir stjórnina enda stutt í kosningar, sem munu líklega að miklu leyti snúast um raunveruleg mál, eins og efnahagsmál.
Og þá er bara fjárlagafrumvarpinu hafnað.
Hver hafnaði fjárlagafrumvarpi Spánar? Nokkrir möguleikar blasa við.
Fyrst dettur mönnum kannski í hug að spænska þingið hafi gert það. Fjárlög þarf að samþykkja á þinginu.
Nei, spænska þingið hafnaði ekki frumvarpinu. Spænska ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þingsins sem spænskir kjósendur völdu.
Svo rifjast upp að Spánn er konungsríki. Kannski hefur konungur Spánar hafnað frumvarpinu. Var nóg boðið, hrifsaði veldissprotann og notaði hann til að henda fjármálaráðherranum út.
Nei, konungurinn er saklaus af þessu.
Hvaða möguleikar eru þá eftir? Jú, kannski var frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu og var þar hafnað, eins og öllum fjárlagafrumvörpum yrði hafnað.
Nei, spænskir kjósendur eru saklausir.
Hver gat þá hafnað fjárlagafrumvarpinu sem lýðræðislega kjörnir leiðtogar Spánar lögðu fram? Kannski herinn? Spænski herinn hefur áður fengið ýmsar hugmyndir.
Nei, spænska hernum hefur ekki dottið þetta í hug.
En hver getur þá hafnað fjárlagafrumvarpi lýðræðislega kjörinna fulltrúa spænskra kjósenda?
Æ jú. Einn aðili gleymdist.