Vefþjóðviljinn 225. tbl. 19. árg.
Fyrir nokkrum dögum sagði Kristín Vala Ragnardóttir prófessor í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands eftirfarandi við Ríkisútvarpið í endursögn Kjarnans:
Í staðinn fyrir að við endum í tveimur gráðum með því að minnka gríðarlega mikið útblástur, þá förum við kannski í fimm, sex gráður í lok þessarar aldar. Þá verður stór hluti jarðarinnar óbyggilegur fyrir manninn. Við erum þegar farin að sjá allt þetta streymi fólks frá hinum ýmsu Afríkuríkjum. Þetta eru ríki þar sem er mikið þjóðfélagslegt ójafnvægi vegna loftslagsbreytinga.
Já, já, flóttamennirnir streyma frá Afríku vegna hitasvækju en ekki vegna stríðsástands.
Hér er komið ágætt dæmi um hvers vegna margt fólk tekur fyrir eyrun og jafnvel fleiri skilningarvit þegar umhverfissinnar hefja upp raust sína.