Vefþjóðviljinn 154. tbl. 19. árg.
Það gengur margt á. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins leggur til í fullri alvöru að í næstu kosningum megi hálf þjóðin ekki bjóða sig fram. Eftir langt umsátur tekst lögreglunni með óvæntu en vel útfærðu áhlaupi að leggja undir sig mannlausa íbúð. Felix Bergsson er harðlega gagnrýndur fyrir að vera „of straight“. Píratar mælast stærsti flokkur landsins.
Og er þá ekki enn farið að fjalla um fólk sem er grunað um fjárkúgun en jafnframt sagt gefa samviskusamlega út kvittun fyrir viðskiptunum.
En þegar fréttirnar eru jafn ruglingslegar og þær hafa verið, þá er hægt að hugga sig við að sumt breytist ekki.
Páll Halldórsson er enn með háskólamenn í verkfalli.