Vefþjóðviljinn 149. tbl. 19. árg.
Það er veruleg ástæða til að fólk horfi á upptöku af beinni útsendingu Vísis af mótmælafundi vinstri manna sem fram fór á Austurvelli á þriðjudaginn.
Í raun skein aðeins eitt í gegn á þessum fundi: Fundarmenn voru brjálaðir yfir því að alþingismenn væru valdir í almennum lýðræðislegum kosningum en ekki með gargi og fyrirgangi á útifundinum þeirra.
Einn ræðumanna lagði það til að Sjálfstæðisflokkurinn yrði bannaður. Máli sínu til stuðnings nefndi hann að nasistaflokkurinn hefði verið bannaður í Þýskalandi eftir stríð. Blaðamaður Vísis ræddi þetta sjónarhorn við manninn í mestu makindum eins og má sjá það hér að neðan.