Fimmtudagur 7. maí 2015

Vefþjóðviljinn 127. tbl. 19. árg.

Ein af mörgum óþörfum ríkisstofnun er embætti ríkissáttasemjara sem kostar skattgreiðendur um 75 milljónir króna á ári. 

Á vef embættisins segir:

Aðilar að kjarasamningum eru velkomnir til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara,  Borgartúni 21, Höfðaborg, óháð því hvort deilu hefur verið vísað til sáttasemjara eða ekki. Góð aðstaða til fundarhalda er í fundarsölum og skrifstofustjóri úthlutar húsnæðinu og veitir alla aðra nauðsynlega aðstoð.

Hvernig í ósköpunum vildi það til að ríkið hóf rekstur á „góðri aðstöðu til fundarhalda“ fyrir þá sem vilja karpa um kaup og kjör?

Á meðan þessi furðulegi rekstur viðgengst hvers vegna eru þeir sem nýta sér þessa aðstöðu ekki látnir greiða fyrir hana?

Og hvers vegna geta helstu kjaraþrasarar landsins ekki fundað í glæsihúsnæðinu sem þeir hafa látið byggja víða um land fyrir félagsgjöldin sem stéttarfélagaforstjórar innheimta af launamönnum að þeim forspurðum?