Vefþjóðviljinn 125. tbl. 19. árg.
Það er sennilega ótímabært að ráðstafa hugsanlegum framtíðarhagnaði Landsvirkjunar til ákveðinna verkefna á vegum ríkisins eða í sjóð sem stjórnmálamenn og þrýstihópar eiga að togast á um.
Ef ríkið fær aukinn arð af eign sinni í Landsvirkjun í framtíðinni liggur beint við að greiða eitthvað af skuldum ríkissjóðs. Af nógu er að taka í þeim efnum.
Um leið er rétt að minna á að ríkið leggur mjög háa skatta á einstaklinga, fjölskyldur og atvinnurekstur þeirra. Hafi ríkið önnur ráð með tekjuöflun – eða dragi það úr útgjöldum sínum fyrir kraftaverk – blasir við að létta sköttum af landsmönnum.