Vefþjóðviljinn 106. tbl. 19. árg.
Í gær voru birtar tölur um brennisteinsdíoxíðið sem gaus upp úr Holuhrauni. Það voru 11 milljónir tonna. Það samsvarar 5,5 milljónum tonna af hreinum brennisteini.
Íslenski bílaflotinn gefur frá sér 2 tonn af brennisteini á ári. Það tæki bílaflotann 2,7 milljónir ára að jafna brennisteinsútblástur Holuhrauns.
Einnig var lagt mat á útblástur koldíoxíðs, hinnar umtöluðu gróðurhúsalofttegundar. Það voru 6,5 milljónir tonna. Það er á við nokkurra ára losun frá bílaflotanum og raunar hærri tala en hin opinbera tala um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á einu ári (2012).
Hver ætli greiði kolefnisgjaldið af þessu?