Vefþjóðviljinn 101. tbl. 19. árg.
Á síðustu dögum hafa tveir fyrrverandi stjórnmálamenn úr VG og Samfylkingu tekið við forstjórastörfum í hinum svonefndu stéttarfélögum. Þórunn Sveinbjarnardóttir núverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra flokksins tekur á næstunni við sem formaður BHM af Guðlaugu Kristjánsdóttur. Guðlaug er upptekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Bjarta framtíð. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar fyrir VG hefur svo verið ráðin framkvæmdastjóri ASÍ.
Fyrir í forstjórastólum stéttarfélaganna eru meðal annarra Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrum framkvæmdastjóri VG og Ólafía B. Rafnsdóttir margreyndur kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og fleiri framboða á vinstri vængnum sem formaður VR.
Einhvers staðar verður hreina vinstri stjórnin að vera.