Þriðjudagur 3. mars 2015

Vefþjóðviljinn 62. tbl. 19. árg.

Vinstri menn í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur ætla að stytta vinnuvikuna á nokkrum stofnunum borgarinnar í tilraunaskyni til að bæta þjónustuna. 

Það er vel til fundið og gild ástæða til að ætla að þetta gefist vel.

Ekki síður er ástæða til að þetta gæti verið enn heppilegra fyrir fleiri stofanir en þjónustuver Árbæjar. 

Þannig mætti sjálfsagt forða borgarbúum frá mörgum hugmyndum um „borgarsamfélagið“, „þéttingu“ og „breyttar ferðavenjur“ ef skipulags- og umhverfisráð borgarinnar takmörkuðu fundatíma sinn betur en nú er gert. Já og borgarstjórnin sjálf færi sömu leið.

Þá hlýtur þetta að koma til álita hjá ríkisvaldinu. Þinghald annað hvert ár?