Miðvikudagur 28. janúar 2015

Vefþjóðviljinn 28. tbl. 19. árg.

Í vikunni fyrir síðari þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave kannaði Fréttablaðið hvernig skoðanir skiptust eftir stuðningi við stjórnmálaflokka.
Í vikunni fyrir síðari þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave kannaði Fréttablaðið hvernig skoðanir skiptust eftir stuðningi við stjórnmálaflokka.

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins minntist þess á sinn hátt í ræðu á alþingi í dag að tvö ár eru liðin frá því dómur var kveðinn upp í sókn Bretlands, Hollands og ESB gegn Íslendingum í Icesave málinu. Það er rétt hjá Vigdísi að margir þingmenn Framsóknarflokksins stóðu sig vel í Icesave málinu.

En það gerðu fleiri á vettvangi stjórnmálanna, til að mynda landsfundur Sjálfstæðisflokksins, margir almennir félagsmenn Sjálfstæðisflokksins og nokkrir þingmenn flokksins. Forysta flokksins, þar með taldir allir núverandi ráðherrar hans, gekk hins vegar í lið með Jóhönnu, Steingrími og ESB.

En að lokum voru það auðvitað almennir kjósendur sem felldu í tvígang tilraunir ESB-sinna, vinstri stjórnarinnar, SA, ASÍ, SÍ, flestra fjölmiðla og álitsgjafa til að hengja skuldir einkafyrirtækis á ríkissjóð Íslands.

Í vikunni fyrir síðari þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl 2011 kannaði Fréttablaðið fylgi stjórnmálaflokkanna og einnig afstöðu kjósenda til Icesave.

Andstaðan við samningana var langmest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Meirihluti þeirra sem felldi Icesave samninginn kom samkvæmt þessari könnun úr röðum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.