Miðvikudagur 26. nóvember 2014

Vefþjóðviljinn 330. tbl. 18. árg.

Það er ótrúlegt að Geir Gunnlaugsson hafi ekki verið endurskipaður landlæknir. Álfheiður Ingadóttir skipaði hann í embættið og það hefði átt að tryggja honum endurráðningu. Ríkisstjórnin hefur ekki hróflað við neinu sem vinstristjórnin gerði. Tekjuskattsþrepin eru ennþá þrjú. Ísland er umsóknarríki í Evrópusambandið. Öll vinstrilög Jóhönnustjórnarinnar standa ennþá. Náttúrpassi Steingríms er á leiðinni og matvæli brenna glatt í bílvélum.

Og nú þegar stjórnarmeirihlutinn á Alþingi telur að staða ríkissjóðs sé betri en áætlað var þegar fjárlagafrumvarpið var samið, bregst hann við með því einu að leggja til aukin ríkisútgjöld.

Stjórnarþingmönnum þykir þessi bætta staða ekki réttlæta neinar skattalækkanir. Enga aukagreiðslu á opinberum skuldum. Bara útgjöld.

Svo er því haldið fram að menn gæli við að láta auka framlög í Ríkisútvarpshítina.

Því verður varla trúað, jafnvel ekki upp á núverandi ríkisstjórn.