Vefþjóðviljinn 326. tbl. 18. árg.
Í greininni The Great Irish Bank Heist í The Wall Street Journal 9. nóvember er farið yfir nýjar upplýsingar um þá ábyrgð sem Írar tóku á bönkum landsins og hvernig þeir voru neyddir til þess af Evrópusambandinu og evrópska seðlabankanum.
Tilgangur þessa var að velta ábyrgðinni af ógætilegum lánveitingum fjármálafyrirtækja vítt og breitt um evrusvæðið til írskra banka yfir á skattgreiðendur á Írlandi.
Á næstu tveimur árum eftir að Írar létu undan þrýsti ESB voru erlendum kröfuhöfum á hina ógjaldfæru írsku banka endurgreiddir tugir milljarða evra.
Ríkisábyrgðin á írsku bönkunum var þannig að mestu leyti nýtt til að endurgreiða bönkum og fjármálastofnunum á meginlandi Evrópu sem lánað höfðu ógætilega til írsku bankanna áður en bólan sprakk.
Þannig tókst ESB og seðlabanka þess að einangra þetta evrópska vandamál við Írland. Evrópskum einkaskuldum var breytt í írskar ríkisskuldir, meðal annars við Brussel og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Og Írar hafa litla hugmynd um hvaða einkaaðilar þetta voru nákvæmlega sem fengu óábyrgar lánveitingar sínar endurgreiddar að fulla. Þeir vita bara að þeir þurfa að greiða hærri skatta næstu áratugina vegna þess.