Vefþjóðviljinn 324. tbl. 18. árg.
Myndin hér að neðan gengur milli manna á netinu og á að sýna hvílíkt pláss bílar taki í borgarsamfélaginu. Gott ef hún gefur ekki líka til kynna að þeir séu ættaðir úr neðra.
Augljóst er af myndinni að götur taka svakalegt pláss sem mætti nota í aðra og kannski skemmtilegri hluti.
Hér er að neðan er svo mynd frá Reykjavík árið 1900 sem sýnir sama ófögnuðinn. Gatan tekur nánast jafn mikið pláss og húsin.
Fjórum árum eftir að myndin var tekin kom fyrsti bíllinn kom til landsins á vegum Ditlev Thomsen kaupmanns.