Þriðjudagur 11. nóvember 2014

Vefþjóðviljinn 315. tbl. 18. árg. 

Það er ekki úr lausu lofti gripið hjá Lisa Murkowski að brennisteinsmengun frá Holuhrauni jafnist á við brennisteinsútblástur evrópska bílaflotans í þúsund ár.
Það er ekki úr lausu lofti gripið hjá Lisa Murkowski að brennisteinsmengun frá Holuhrauni jafnist á við brennisteinsútblástur evrópska bílaflotans í þúsund ár.

Lisa Mur­kowski, nýr formaður orku­mála­nefnd­ar öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, gerði eld­gosið í Holu­hrauni að umræðuefni í síðustu viku.

Hún sagði að mengunin frá Holuhrauni jafnaðist á við mengun frá bílum í Evrópu á þúsund árum.

Hún hefur hlotið heldur bágt fyrir þetta hjá ýmsum sérfræðingum. Egill Helgason skrifaði til að mynda um „Bull um eldgos á Íslandi“ þar sem hann segir „vanþekkingin er æpandi fyrir manneskju í svo hárri stöðu – og hugsanlega hættuleg.“

En þetta með þúsund ára mengun frá bílaflota Evrópu er ekki fjarri lagi hjá þingkonunni. Það er að segja ef hún er að tala um brennisteinsmengun en það er helsta mengunin frá gosinu og nánast sú eina sem verið hefur til umræðu.

Vísindamenn hafa gefið upp tölur á bilinu 20 – 60 þúsund tonn af brennisteini á dag frá Holuhrauni.

Eins og Vefþjóðviljinn hefur áður sagt frá koma 2 tonn af brennisteini frá íslenska bílaflotanum á ári. Það er 0,01% af daglegum skammti úr Holuhrauni. Íslenski bílaflotinn væri því nokkrar milljónir ára að jafna nokkurra mánaða brennisteinsútblástur frá Holuhrauni.

Allur evrópski bílaflotinn væri því nokkur þúsund ár að jafna nokkurra mánaða útblástur Holuhrauns.