Vefþjóðviljinn 314. tbl. 18. árg.
Þá virðist það endanlega ákveðið að 80 milljörðum króna úr ríkissjóði verði dreift yfir húsþök landsmanna. Ríkissjóður skuldar sjálfur um 2.000 milljarða. Það samsvarar öllum tekjum hans í fjögur ár.
Þessi 80 milljarða auknu útgjöld, þjóðnýting einkaskulda, eru því til marks um algert ábyrgðarleysi í fjármálum ríkisins.
Þau eru sögð eiga að „leiðrétta forsendubrest“ húseigenda.
Jamm.