Fimmtudagur 2. október 2014

Vefþjóðviljinn 275. tbl. 18. árg.

Menn færðust nær göfugum markmiðum í lögum um Ríkisútvarpið ef því væri lokað.
Menn færðust nær göfugum markmiðum í lögum um Ríkisútvarpið ef því væri lokað.

Það er næsta kostulegt að stjórnendur Ríkisútvarpsins vísi í lögbundið hlutverk stofnunarinnar þegar þeir mælast til þess að almenningur taki á sig auknar byrðar til að grynnka á ævintýralegum skuldum þess. Eftir að hafa mjólkað almenning í 85 ár, bæði með lögbundnum afnotagjöldum og með því að útiloka aðra frá rekstri útvarps, er Ríkisútvarpið í raun eignalaust.

Ef að stjórnendur Ríkisútvarpsins ætla framvegis að gæta að lögbundnum skyldum þarf einfaldlega að leggja þessa þætti niður: Fréttatímar, morgunútvarp, síðdegisútvarp, Víðsjá, Samfylkingin í nærmynd, Spegillinn og hvað þeir heita allir þættirnir sem haldið er úti til þess að draga taum vinstri flokkanna, ríkisreksturs og forsjárhyggju. 

Saga ríkisútvarpsins er raunar þannig að besta leiðin til að tryggja þau markmið sem Ríkisútvarpinu eru sett í lögum um „áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu“ er að loka því.