Vefþjóðviljinn 252. tbl. 18. árg.
Í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir formaður VG landsmönnum frá því að sér sýndist af fjárlagafrumvarpinu að áfram ætti að kokka í „tilraunaeldhúsi nýfrjálshyggjunnar.“
Já það er draumur nýfrjálshyggjumannsins að engin ríkisstofnun sé lögð niður. Engin. Sérstaklega hljóta nýfrjálshyggjumenn að fagna því að eftir að fyrsta hreina vinstristjórnin hafði starfað í fjögur ár skuli hvergi finnast stofnun eða annað ríkisapparat sem leggja má niður. Allir hljóta að sjá að það er sigur nýfrjálshyggjunnar. Það er allt á fullu í tilraunaeldhúsinu.
Sömuleiðis hljóta nýfrjálshyggjumenn kætast yfir þeim 92 milljarða króna skattahækkunum sem forsætisráðherra hreykti sér af í Morgunblaðinu á laugardaginn og samsvarandi auknum ríkisútgjöldum til þjóðnýtingar á einkaskuldum fólks.