Vefþjóðviljinn 149. tbl. 18. árg.
Þétting byggðar er mikið töfrahugtak hjá stjórnmálamönnunum sem vilja gera öll mál að skipulagsmálum. Hér eru nokkrar þéttingar, fyrr og nú, vestast úr Reykjavík.
Þessar þéttingar eru allar til marks um algera óvirðingu við þau óbeinu verðmæti húseigenda sem felast í upprunalegu yfirbragði hvers hverfis eða götu.
Því miður hafa skipulagsnefndir sveitarfélaga síðasta orðið í málum af þessu tagi. Eins og dæmin sanna er þeim ekki treystandi til að standa vörð um þessi verðmæti.
Og ekki batnar staðan á laugardaginn því samkvæmt skoðanakönnunum verður borgarstjórnin nánast fyllt af fólki úr þéttingarflokkunum .