Vefþjóðviljinn 102. tbl. 18. árg.
Hér hefur áður verð minnst á skrif Daniel K. Benjamin um endurvinnslu. Hann hefur meðal annars samið ritið Recycling Myths Revisited þar sem hann hrekur ýmsar tröllasögur um að við séum að drukkna í sorpi, sorp ógni heilsu okkar, umbúðir séu stórkostlegt vandamál og síðast en ekki síst að án boða og banna myndi engin endurvinnsla eiga sér stað.
Benjamin hefur nú sent frá sér stutt myndband þegar sem hann varpar ljósi á nokkrar vafasamar fullyrðingar um endurvinnslu sem eru jafnvel orðnar kennsluefni í barnaskólum.