Fimmtudagur 10. apríl 2014

Vefþjóðviljinn 100. tbl. 18. árg.

Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Steingrímsson, sem nú er staddur í Bjartri framtíð, voru gestir í stjórnmálaumræðum á Bylgjunni um helgina. Samkvæmt frásögn af umræðum þeirra „rifjaði [Guðmundur] upp að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefði verið samþykkt tillaga þess efnis að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslendinga.“

Þessi kenning hefur heyrst víðar en hjá Guðmundi. Að landsfundur hafi sagt að krónan verði ekki framtíðargjaldmiðill Íslendinga. En sú kenning er jafn nákvæm og margt annað sem heyrst hefur úr sömu áttum.

Menn geta haft þær skoðanir sem þeir vilja á opinberum gjaldmiðlum. Vefþjóðviljinn er ekki verið hlynntur því að ríki gefi út mynt. 

Í landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins segir: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði.“