Þriðjudagur 25. mars 2014

Vefþjóðviljinn 84. tbl. 18. árg.

Stjórnmálamennirnir, sem koma í veg fyrir að fjölskyldur geti farið um landið með því að leggja háa skatta á bíla og bensín, láta nú eins og þeim sé mjög umhugað um fólk komist um landið sér að kostnaðarlausu.
Stjórnmálamennirnir, sem koma í veg fyrir að fjölskyldur geti farið um landið með því að leggja háa skatta á bíla og bensín, láta nú eins og þeim sé mjög umhugað um fólk komist um landið sér að kostnaðarlausu.

Stjórnmálamennirnir koma nú fram hver á fætur öðrum og fordæma að landeigendur innheimti nokkur hundruð króna aðgangseyri af þeim sem vilja skoða land í einkaeign með tilheyrandi átroðningi.

Á sumum þeirra er helst að skilja að það séu nánast mannréttindi að fólk geti skoðað þessi svæði sér að kostnaðarlausu.

Má þá ekki treysta því að skattar á bensín og bíla verði lækkaðir verulega? Tugþúsunda aksturskostnaður fyrir Ísfirðing sem ætlar að skoða Kerið með börnunum er væntanlega hærri þröskuldur en nokkur hundruð krónur í aðgangseyri.