Föstudagur 28. febrúar 2014

Vefþjóðviljinn 59. tbl. 18. árg.

Það virðist leikur einn að safna undirskriftum fyrir þjóðaratkvæði. Það virðist einnig nánast gefin niðurstaða í skoðanakönnunum að meirihluti sé fylgjandi þjóðaratkvæði um hvers kyns mál.
Það virðist leikur einn að safna undirskriftum fyrir þjóðaratkvæði. Það virðist einnig nánast gefin niðurstaða í skoðanakönnunum að meirihluti sé fylgjandi þjóðaratkvæði um hvers kyns mál.

Þetta eru helstu baráttuaðferðirnar í dag:

  • * Undirskriftarsöfnun þar sem krafist er þjóðaratkvæðis.
  • * Skoðanakönnun þar sem spurt er hvort menn vilji þjóðaratkvæði.

Ef málstaðurinn er ekki alveg fráleitur og málið er bitbein í þinginu virðist nánast mega ganga að nokkrum tugum þúsunda netundirskrifta vísum.

Og hefur nokkru sinni komið NEI út úr skoðanakönnun þar sem spurt er hvort menn vilji þjóðaratkvæði um mál sem er efst á baugi? Fjölmiðlafrumvarp, stjórnarskrármál, fiskveiðistjórn, Icesave, ESB…

Eru þetta góðir mælikvarðar?