Vefþjóðviljinn 41. tbl. 18. árg.
Undanfarið hafa verið sagðar af því fréttir að farþegum í strætó hafi fjölgað verulega. Það er vissulega ánægjuefni ef hin slaka nýting strætisvagnanna er að skána. Skattgreiðendur hafa lengi lagt vögnunum til stórfé með litlum árangri. Borgarbúar hafa í flestum tilfellum kosið einkabíl með ofboðslegum skattaálögum fremur en niðurgreiddan strætisvagninn.
Á myndinni hér að neðan má sjá fjölda farþega samkvæmt talningu Strætó bs. frá árinu 2005. Myndin er fengin úr skýrslu fyrirtækisins um farþegatalningar 2013.
Það er nánast ótrúlegt að farþegum hafi fjölgað um 36% á bílalánaárunum 2005 til 2008. Getur það staðist að þegar bílum fjölgaði sem aldrei fyrr hafi strætisvagnafarþegum einnig fjölgað svo hressilega? Hið góða veður á þessum árum gerði fólki einnig mögulegt að hjóla og ganga meira en áður í borginni.