Þriðjudagur 24. desember 2013

Vefþjóðviljinn 358. tbl. 17. árg.

Ef lítið vefrit mætti velja sér eitthvað eftirlæti úr jólahátíðinni væri það sennilega umburðarlyndið sem henni fylgir. Á jólum tekst þrátt fyrir allt að fá menn til að líta hver til annars með af meiri skilningi en á öðrum stundum. Og það er ekki bara af því að þingið fer í jólafrí.

Þetta umburðarlyndi mætti gjarnan ná til fleiri daga ársins.

Án umburðarlyndis verður nefnilega oft brátt um hvers kyns frelsi manna. Stjórnmálamenn sem umbera ekki alls kyns hegðun fólks hafa mikil áhrif og tekst að banna furðumargt sem er þó ekki skaðlegt fyrir annan en þann sem það iðkar. Maðurinn með hasspípuna er ekki að skaða aðra en hugsanlega sjálfan sig en óumburðarlyndir stjórnmálamenn hafa engu að síður gert hann útlægan víða um lönd.

Þær fréttir bárust hins vegar nú á aðventunni frá Úrúgvæ að þing landsins hefði samþykkt að leyfa sölu á kannibis. Lyfsalar munu framvegis selja efnin í stað þess að glæpamenn eflist á sölu þeirra.

Vefþjóðviljinn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla.