Vefþjóðviljinn 340. tbl. 17. árg.
Þegar stjórnvöld á Íslandi kynna áform um að stórauka útgjöld ríkisins án þess að til séu peningar fyrir þeim er auðvitað ekki til jafn viðeigandi vettvangur og Harpan.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar völdu því eðlilega að kynna tillögur sínar um að þjóðnýta einkaskuldir sumra landsmanna í Almenningurborgar salnum í Hörpunni um síðustu helgi.
Í kjölfarið gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun afstöðu manna til þessara tillagna og voru þær birtar í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar kemur í ljós að rétt rúmur meirihluti er ánægður með þær.
Það er auðvitað hrein tilviljun að þetta er nánast sama hlutfall og skuldar verðtryggt í íbúðinni sinni.
Og það er þó alltaf að minnsta kosti 1% af þessum 53% sem vill ekki senda afborganir af eigin húsnæði til leigjenda eða næstu kynslóðar.