Vefþjóðviljinn 302. tbl. 17. árg.
Vefþjóðviljinn áttar sig ekki alveg á þessari hugmynd um „náttúrupassa“ sem virðist hafa orðið eftir í stjórnarráðinu þegar Jóhanna og Steingrímur yfirgáfu svæðið.
Hvað er nákvæmlega fengið með því að miðstýra innheimtu aðgangseyris að náttúruperlum? Það hefur enginn upplýst en væri fróðlegt að heyra meira um.
Eigendur lands umhverfis Geysi hafa til að mynda boðað að þeir ætli að heimta aðgangseyri af þeim sem fara um land þeirra á næsta ári. Ætlun þeirra er að bæta aðstöðu þeirra sem sækja þá heim. Þeir virðast ekki þurfa hjálp að ofan til þess að hrinda þessu í framkvæmd.
Í hinu merka steinasafni Petru á Stöðvarfirði þar sem finna má ótrúlegt úrval sýnishorna út náttúrunni er innheimtur hóflegur aðgangseyrir með gamla laginu, maður situr í gjaldskýli, og lífið heldur áfram án samræmdrar gjaldtöku að sunnan.
Landeigendur vítt og breitt um landið leigja fólki tjaldstæði án teljandi vandkvæða.
Það væri kannski helst að þurfi að passa þá sem selja aðgang að snöggslegnum grasbala í Laugardalnum.