Fimmtudagur 19. september 2013

Vefþjóðviljinn 272. tbl. 17. árg.

Formaður Verkalýðsfélag Akraness styður almenna skuldaleiðréttingu sem færi að mestu leyti til hátekjufólksins.
Formaður Verkalýðsfélag Akraness styður almenna skuldaleiðréttingu sem færi að mestu leyti til hátekjufólksins.

Hvar sem menn koma heyrist nú sagt í hálfkæringi: „Nei við fórum ekkert í sumar en skreppum auðvitað á Kanarí þegar Framsókn leggur inn.“ „Já ég skipti kannski um bíl þegar tékkinn frá Sigmundi kemur.“ „Eigum við ekki að stefna á leik í meistaradeildinni þegar leiðréttingin kemur stelpur?“

Þetta er ágætt. Menn eru almennt farnir að vorkenna Sigmundi Davíð og Framsóknarflokknum og vilja gera gott úr þessu, slá þessu upp í grín og fyrirgefa veslings mönnunum að hafa lofað hverju sem er til að ná kjöri.

Í Morgunblaðinu í morgun kemur fram að tekjuhæstu hópar þjóðfélagsins myndu fá mest afskrifað af íbúðalánum vegna „forsendubrestsins“ ef farið væri í slíka aðgerð. Í efstu tekjutíund samfélagsins eru heimili með að meðaltali 1.570.000 krónur í tekjur á mánuði.

Það hvarflar auðvitað ekki að nokkrum manni að takist stórskuldugum ríkissjóði að ná einhverjum peningum af þrotabúum gömlu bankanna verði þeir að mestu leyti sendir rakleiðis ríkustu mönnum landsins.

Ja nema einum manni á skrifstofu verkalýðsfélags Akraness.