Fimmtudagur 29. ágúst 2013

Vefþjóðviljinn 241. tbl. 17. árg.

Franska lífeyrissjóðakerfið er eitt margra í Evrópu sem veitir mönnum bókstaflega innistæðulaus loforð. Það byggir að litlu leyti á sjóðsöfnun, öndvert við almenna íslenska kerfið fram til síðustu ára, heldur gera menn sér vonir um að skattgreiðendur geti tryggt lífeyrisþegum áhyggjulaust ævikvöld.

The Wall Street Journal segir í dagað þetta hafi ef til vill getað gengið upp árið 1950 þegar fimm vinnandi menn voru að baki hverjum lífeyrisþega. Nú þurfi hins vegar 1,4 launþegar að standa undir greiðslum til hvers eldri borgara. Flest bendi til að þetta hlutfall lækki áfram.

Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Skattgreiðendur munu ekki ráða við slíka framfærsluskyldu gagnvart lífeyrisþegum, ofan á allt annað sem stjórnmálamenn hafa treyst þeim fyrir.

Þetta leiðir hugann að skuldbindingum í íslenska lífeyrissjóðakerfinu sem hafa verið þjóðnýttar í stórum stíl á undanförnum árum með því að ríkissjóður tekur eigur sjóðanna að láni. Sjóðirnir eiga því miður fáa aðra kosti en að lána ríkinu á meðan gjaldeyrishöft eru til staðar.

Það er þó nokkur huggun harmi gegn að frjósemi íslenskra kvenna er sú mesta í Evrópu.