Vefþjóðviljinn 171. tbl. 17. árg.
Í Wall Street Journal í gær lagði Niall Ferguson út af bók Alexis de Tocqueville Democracy in America sem kom út fyrir nær tveimur öldum.
Tocqueville skrifaði um hve lítinn áhuga Bandaríkjamenn hefðu á að leita til yfirvalda um hvers kyns mál en hefðu þess í stað félagsskap um flesta hluti. Sem væri til að mynda öndvert við Frakka sem litu jafnan til ríkisvaldsins.
Not only do they have commercial and industrial associations … but they also have a thousand other kinds: religious, moral, grave, futile, very general and very particular, immense and very small; Americans use associations to give fetes, to found seminaries, to build inns, to raise churches, to distribute books, to send missionaries to the antipodes; in this manner they create hospitals, prisons, schools.
Ferguson telur að Tocqueville myndi vart kannast við Bandaríki nútímans. Ríkisvaldið hafi þanist svo ofboðslega út að Tocqueville myndi sjálfsagt ætla að Frakkar hafi lagt Bandaríkin undir sig. Til marks um það sé mikil fall í þátttöku Bandaríkjamanna í hvers kyns félagsstarfi. Hitt sé hvernig reglugerðaríkið hafi yfirgnæft allt. Reglugerðir (Federal Register) sem töldu 2.620 síður árið 1936, voru 44.812 árið 1986 og séu nú 78.961 blaðsíður. Það sé þrítugföldun á reglugerðum á meðan hagkerfið hafi tólffaldast.
En það er ekki eins og Tocqueville hafi verið grunlaus um að ríkisvaldinu myndi vaxa fiskur um hrygg.
It rarely forces one to act, but it constantly opposes itself to one’s acting; it does not destroy, it prevents things from being born; it does not tyrannize, it hinders, compromises, enervates, extinguishes, dazes, and finally reduces [the] nation to being nothing more than a herd of timid and industrious animals of which the government is the shepherd.