Laugardagur 25. maí 2013

Vefþjóðviljinn 145. tbl. 17. árg.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talar um neyðarlög eins og þau megi nota hversdags til að efna kosningaloforð Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talar um neyðarlög eins og þau megi nota hversdags til að efna kosningaloforð Framsóknarflokksins.

Nýbakaður forsætisráðherra segir gjarnan að hugmyndir um „skuldaleiðréttingu“ séu „eðlilegt framhald af neyðarlögunum“. 

Neyðarlögin svonefndu voru í sjálfu sér ekkert dásamlegt fyrirbæri. Með lögum um sérstakar ráðstafanir á fjármálamarkaði var leikreglum breytt eftir á og ýmsum mikilvægum réttindum manna ýtt til hliðar tímabundið. Slíkt gera menn ekki – og komast ekki upp með í réttarríki – nema stefni í algera neyð og öngþveiti.  Dómstólar hafa síðar metið það svo að ríkisvaldinu hafi verið þetta heimilt af þeim sökum haustið 2008. 

Nú fimm árum síðar þegar hvorki blasir við upplausn né neyð er því langsótt að tala um „eðlilegt framhald neyðarlaganna“. Sérstaklega hlýtur það að vera undarlegt í því skyni að bæta fólki „sparnað sem það átti í húseign sinni“ eins og forsætisráðherrann tönnlast á. Það er ekkert neyðarástand í landinu vegna þess að Jón og Gunna eigi nú bara 2 milljónir en ekki 4 milljónir í íbúðinni sinni.

Það er óboðlegt að forsætisráðherra landsins tali um að beita megi neyðarrétti ríkisins út og suður.