Fimmtudagur 2. maí 2013

Vefþjóðviljinn 122. tbl. 17. árg.

Hvort ætli muni reynist argari öfugmæli þegar upp verður staðið: „skjaldborgin“ eða „skuldaleiðréttingin“?

Því er hins vegar ekki að neita að tekist hefur um stundarsakir að blása lífi í „hér varð auðvitað hrun“  hina alræmdu réttlætingu fyrir hvaða rugli sem er með því að umorða hana í „hér varð auðvitað forsendubrestur.“

Með „forsendubresti“ er átt við „óvænt“ verðbólguskot á árunum 2008 og 2009. 

Vefþjóðviljinn birti á dögunum mynd sem sýnir árlega verðbólgu undanfarin 30 ár eða frá því verðtrygging var leidd í lög.

Einhverjir lesendur áttu bágt með að átta sig á hvenær hinn óvænti forsendubrestur skall á landsmönnum og því er sjálfsagt að birta myndina að nýju með skýringum á því.

Margur er knár þótt hann sé smár.
Margur er knár þótt hann sé smár.