Vefþjóðviljinn 100. tbl. 17. árg.
Það segjast allir flokkar ætla að taka hraustlega á „hrægömmunum“ í viðræðum um eignir föllnu bankanna.
Sú glíma gæti þó tekið mörg ár til viðbótar.
Því miður eru nokkrir flokkar, Dögun, Framsóknarflokkur og Flokkur heimilanna, búnir að koma sér í þá þröngu stöðu að þurfa að flýta sér að semja eftir kosningar.
Það hafa þeir gert með því að lofa að nota peningana frá „hrægömmunum“ til að uppfylla kosningaloforð sín.
Það spillir augljóslega samningsstöðu ríkissjóðs Íslands ef þessir flokkar verða kosnir í lok mánaðarins.