Miðvikudagur 3. apríl 2013

Vefþjóðviljinn 93. tbl. 17. árg.

Þeir voru margir sem stóðu sig vel í baráttunni gegn Icesave samningum ríkisstjórnarinnar. Ýmsir nýir frambjóðendur til Alþingis eru á meðal þeirra sem létu til sín taka utan þings þegar ríkisstjórnin gerði síðustu tilraun sína til að koma Icesave-skuldunum á íslenskan almenning; Frosti Sigurjónsson Framsóknarflokki og Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason og Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki stóðu vaktina um hagsmuni Íslands. 

En það voru auðvitað almennir kjósendur sem felldu samninginn að lokum, hafi þeir þökk fyrir. 

Í vikunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl 2011 kannaði Fréttablaðið fylgi stjórnmálaflokkanna og einnig afstöðu kjósenda til Icesave. 

Andstaðan við samningana var langmest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Meirihluti þeirra sem felldi Icesave samninginn virðist samkvæmt þessari könnun hafa komið úr röðum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.