Vefþjóðviljinn 59. tbl. 17. árg.
Svona hljómar eina svar vinstrimanna við öllum hugmyndum um skattalækkanir. Það mun heyrast oft fram að kosningum:
Hvar á að fá peninginn fyrir því? Hvað kostar þetta eiginlega?
Hvenær hafa vinstri menn spurt hvar skattgreiðendur eigi að taka peninginn þegar skattar eru hækkaðir?
Þeir horfa á málið af sjónarhóli ríkisins, líkt og þaðan komi verðmætin. Að þeirra mati er það ekki íþyngjandi og umhugsunarverð ákvörðun að hækka skattana heldur að lækka þá.