Vefþjóðviljinn 52. tbl. 17. árg.
Ætli þeir sem jafnan hafa barist gegn einkavæðingu Íbúðalánasjóðs, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin svo einhverjir sé nefndir, séu ekkert hugsi yfir því að svo gæti farið að hver einasti Íslendingur þurfi að leggja sjóðnum til nokkur hundruð þúsund krónur?
Ætli þeir sem vilja „þjóðareign“ á auðlindum séu heldur ekki hugsi yfir stöðu Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í „þjóðareign“ Reykvíkinga, sem eru látnir greiða miklu meira en áður fyrir rafmagn og hita til að standa undir tapinu á þessari „þjóðareign“? Því til viðbótar er borgarsjóður látinn taka á sig ýmsar skuldbindingar fyrirtækisins.
Það er nefnilega þannig að atvinnurekstur er áhættusamur, jafnvel þótt hann sé í félagslegum tilgangi eins og Íbúðalánasjóður eða tengdur gjöfulum náttúruauðlindum í „þjóðareign.“