Vefþjóðviljinn 45. tbl. 17. árg.
Sigríður I. Ingadóttir alþingismaður sagði við atkvæðagreiðslu um Icesave II hinn 30. desember 2009 að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu „notað 180 dýrmætar stundir þingsins til að berja höfðinu við steininn.“ Álitsgjafar ríkisstjórnarinnar og Ríkisútvarpsins gjömmuðu á sama tíma um „málþóf“ þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Jafnvel þótt aðeins væri notað nýlegt vanmat Steingríms J. Sigfússonar á þeim fjármunum sem spöruðust við að berja höfðinu við steingrím væri tímakaupið yfir 700 milljónir króna. Sjöhundruð milljónir króna á hverri klukkustund málþófsins. Í erlendum gjaldeyri.
Yfir 200 þúsund krónur á hverri sekúndu.